07.09.2015

Málstofa: Áhrif af að draga úr skyldulífeyrissparnaði

Málstofa um þetta efni verður haldinn í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, mánudaginn 7. september kl. 15.
Á málstofunni mun Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School fjalla um þetta efni út frá aðstæðum í Danmörku.

Skoðuð verða áhrif á þjóðhagsstærðir og fjármál hins opinbera ef skyldusparnaður lífeyris væri afnuminn smátt og smátt. Farið verður yfir mögulegar útkomur miðað við mismunandi forsendur um viðbrögð frjáls sparnaðar við minnkun skyldusparnaðar og mismunandi forsendur um skattlagningu.

Málstofan verður á ensku.

Til baka