logo-for-printing

Ný rannsóknarritgerð um áhrif breytinga á lífeyrissparnaði á annan sparnað

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Does mandatory saving crowd out voluntary saving?“ eftir Svend E. Hougaard Jensen, Sigurð P. Ólafsson, Arnald Stefánsson, Þorstein S. Sveinsson hagfræðing á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum og Gylfa Zoega.

Árin 2016-18 hækkaði framlag margra atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði til skyldulífeyrissparnaðar á sama tíma og framlag til opinberra starfsmanna hélst óbreytt. Hér er því um náttúrulega tilraun að ræða. Farið er í saumana á því hvaða áhrif þessi breyting í skyldulífeyrissparnaði hafði á annan sparnað einstaklinga. Rannsóknin byggir á gögnum fengnum úr skattaskýrslum allra landsmanna. Niðurstöður eru þær að annar sparnaður dróst ekki saman þegar skyldusparnaður jókst, þvert á kenningar um neysludreifingu yfir tíma (e. intertemporal consumption smoothing). Niðurstöður spurningakönnunar sem gerð var sem hluti af þessari rannsókn benda til þess að á heildina litið sé þekking almennings á lífeyriskerfinu takmörkuð og að fáir hafi vitað að framlagið til skyldulífeyrissparnaðar hafi hækkað.

Sjá ritið hér: Does mandatory saving crowd out voluntary saving?


Til baka