logo-for-printing

Sérrit 11: Peningastefna byggð á verðbólgumarkmiði: Reynslan á Íslandi frá árinu 2001 og breytingar í kjölfar fjármálakreppunnar

Sérrit 11

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rit um reynsluna af núverandi ramma peningastefnunnar frá því að hann var tekinn upp í mars 2001, þar sem kastljósinu er sérstaklega beint að reynslu undanfarinna ára, þ.e. frá því framkvæmd stefnunnar var breytt í kjölfar fjármálakreppunnar.

Meginniðurstaða ritsins er að merkja megi að virkni peningastefnunnar hafi aukist og að hún skili meiri árangri en áður í að tryggja verðbólgu og verðbólguvæntingum trausta kjölfestu í verðbólgumarkmiðinu og í að draga úr hagsveiflum.

Ritið er hið ellefta í röð Sérrita bankans og er það aðgengilegt á vef Seðlabanka Íslands.

Sérrit nr. 11: Peningastefna byggð á verðbólgumarkmiði: Reynslan á Íslandi frá árinu 2001 og breytingar í kjölfar fjármálakreppunnar.

Til baka