logo-for-printing

4. rit: Hvað skuldar þjóðin?

4.rit
Dagsetning: febrúar 2011
Höfundar: Arnór Sighvatsson, Ásgeir Daníelsson, Daníel Svavarsson, Freyr Hermannsson, Gunnar Gunnarsson, Hrönn Helgadóttir, Regína Bjarnadóttir og Ríkarður Bergstað Ríkarðsson
Efni: Hvað skuldar þjóðin?

Í greininni er rýnt í gegnum moldviðrið sem þyrlaðist upp við fall fjármálakerfisins og veldur því að niðurstöður uppgjörs skulda og eigna samkvæmt opinberum stöðlum gefur villandi mynd af þeirri skuldastöðu sem ráða mun mestu um velferð þjóðarinnar til næstu ára. Í greininni leggja höfundar mat á verðmæti eigna og skulda sem líklegt er að muni koma í ljós þegar rykið hefur sest. Þá skuldastöðu má kalla „dulda“ skuldastöðu þjóðarbúsins, en stundum hefur hugtakið undirliggjandi skuldastaða verið notað. Þótt mikil óvissa ríki enn um þessar niðurstöður virðist næsta víst að þegar þrotabú hinna föllnu fjármálafyrirtækja hafa verið gerð upp og tekið hefur verið til annarra þátta sem skekkja myndina muni koma í ljós að hreinar skuldir þjóðarbúsins hafa ekki verið minni í áratugi. Hreinar erlendar skuldir hins opinbera verða hins vegar töluvert hærri. Þá er í greininni lagt mat á dulinn viðskiptajöfnuð landsins, sem af sömu ástæðum er mun hagstæðari en hinar opinberu tökur gefa til kynna, m.a. vegna þess að áfallnir vextir þrotabúa bankanna verða aldrei greiddir.

Myndagögn (excel skrá)

 

Til baka