logo-for-printing

06. apríl 2017

2. fundur Þjóðhagsráðs haldinn 4. apríl 2017

Þjóðhagsráð 2017

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál. Á fundinum var rætt um meginlínur í opinberum fjármálum til næstu fimm ára, stöðu vinnu við nýtt vinnumarkaðslíkan, kjarasamninga á árinu og árangur og áskoranir peningastefnunnar.

Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, seðlabankastjóri, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Á fundinum fjallaði seðlabankastjóri um stöðu efnahagsmála og helstu áskoranir sem stjórn peningamála stæði frammi fyrir. Auk seðlabankastjóra sátu Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Rannveig Sigurðardóttir staðgengill hans fundinn.

Hér má sjá glærur seðlabankastjóra.

Fundargerð af þessum fundi verður aðgengileg eins fljótt og unnt er.

Til baka