logo-for-printing

09. júní 2016

Breyting á útboðsskilmálum vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur breytt útboðsskilmálum vegna kaupa bankans á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri, en útboðið sem auglýst var 25. maí sl. fer fram 16. júní 2016.

Breytingin felst í því að lengri frestur er gefinn, skv. 13. gr. útboðsskilmálanna, til þess að skila inn verðmati á annars konar aflandskrónueignum en þeim sem eru í formi reiðufjár, skuldabréfa og víxla útgefinna af ríkissjóði Íslands eða með ábyrgð íslenska ríkisins. Rennur fresturinn nú út kl. 15:00 hinn 15. júní 2016.

Aðrar efnislegar breytingar hafa ekki verið gerðar á útboðsskilmálunum.

Markmið breytingarinnar er að lengja frest sem tilboðsgjafar hafa til þess að skila inn gögnum og stuðla með því að meiri þátttöku í útboðinu.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569-9600.

Fylgiskjöl:

Útboðsskilmálar vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir evrur, eins og þeim var breytt 9. júní 2016

 

 

Frétt nr. 14/2016
9. júní 2016

Til baka