logo-for-printing

25. janúar 2016

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals

Bygging Seðlabanka Íslands

Auglýst er eftir umsóknum um árlegan styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og er afhentur af Seðlabanka Íslands. Tilgangur með styrknum er að styðja viðleitni einstaklinga sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf.

Umsóknir skulu sendar skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands fyrir 4. mars 2016. Fjárhæð styrksins nemur 3.000.000 kr. og verður henni úthlutað í apríl eða maí 2016.

Reglur um úthlutun styrksins og eyðublöð fyrir umsóknir má finna hér: Menningarstyrkur

Nánari upplýsingar veitir Jón Sigurgeirsson framkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra í síma 569 9600.

 

Til baka