logo-for-printing

14. september 2015

Uppfærðar tölur um greiðslumiðlun

Greiðslukort

Seðlabankinn hefur birt uppfærðar tölur um greiðslumiðlun. Þar kemur m.a. fram að heildarvelta debetkorta í ágúst 2015 hafi numið 36,6 ma.kr. sem er 6,2% minni velta en í júlí. Miðað við sama mánuð í fyrra er heildarvelta debetkorta um 0,4% minni. Heildarvelta kreditkorta í ágúst 2015 nam 35,6 ma.kr. sem er um 5,6% minni velta en í fyrri mánuði. Miðað við sama mánuð í fyrra er aukning um 5,9% í heildarveltu kreditkorta. Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í ágúst 2015 nam 22,1 ma.kr. sem er 8,4% minna en í mánuðinum á undan. Samanborið við sama mánuð í fyrra er 30% aukning í heildarveltu erlendra greiðslukorta hérlendis.

Sjá nánar hér: Greiðslumiðlun.

Til baka