logo-for-printing

05. nóvember 2014

Peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands

Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Már Guðmundsson seðlabankastjóri er aðalræðumaður á árlegum morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands um peningamál sem fer fram á morgun, fimmtudaginn 6. nóvember. Á fundinum fer seðlabankastjóri yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum og helstu forsendur þess að lánshæfismat ríkissjóðs geti batnað á komandi árum.

Morgunverðarfundur Viðskiptaráðs um peningamálin hefst klukkan 8:00 fimmtudaginn 6. nóvember. Fundurinn er á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Til baka