logo-for-printing

31. desember 2013

Notkun tíu þúsund króna seðils á árinu

Mynd af tíu þúsund króna seðli

Nýjum tíu þúsund króna seðli sem settur var í umferð 24. október síðastliðinn hefur verið tekið vel. Nú eru um 550 þúsund tíu þúsund króna seðlar í umferð utan Seðlabanka Íslands eða um 5,5 milljarðar króna. Hlutdeild seðilsins er um 12,5 prósent af andvirði seðla í umferð í lok árs. Alls eru um 44,2 milljarðar króna í seðlum í umferð. Þegar mynt er talin með eru alls um 47 milljarðar króna af reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og er aukningin um 1,9 milljarðar króna á árinu eða um 4,2%.

Tilgangur með útgáfu tíu þúsund króna seðilsins var að gera greiðslumiðlun á Íslandi liprari og hagkvæmari, meðal annars með því að fækka seðlum í umferð. Það hefur tekist því fimm þúsund króna seðlum hefur fækkað nokkuð.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 5699600.

 

Frétt nr. 49/2013

31. desember 2013







Til baka