logo-for-printing

30. desember 2013

Fjárhagsleg samskipti Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs

Seðlabanki Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa samið um framlengingu á gjalddaga skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út í lok árs 2008 til að styrkja eigið fé Seðlabankans í kjölfar falls bankanna. Eftirstöðvar skuldabréfsins nema rúmum 171 ma.kr. og er það á gjalddaga 1. janúar 2014.

Á vegum ráðuneytisins og bankans hefur undanfarin misseri verið unnið að endurskoðun á ýmsum þáttum er varða fjárhagsleg samskipti Seðlabankans og ríkissjóðs, meðal annars varðandi viðmiðanir um eigið fé bankans og arðgreiðslur til ríkissjóðs. Samkomulag er um að ljúka þeirri vinnu fyrir lok febrúar 2014 þannig að hægt verði að leggja fram á vorþingi frumvarp sem nær til breytinga á þeim ákvæðum laga um Seðlabankann sem þetta varðar. Í ljósi niðurstöðu þeirrar vinnu verða á sama tíma teknar ákvarðanir um endanlega skilmála skuldabréfsins.
Frétt þessi er samhljóða frétt sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gefur út.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 5699600.

Frétt nr. 47/2013
30. desember 2013

Til baka