logo-for-printing

16. desember 2013

Tilkynning vegna fyrirhugaðrar sölu eigna Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf.

Í ljósi fyrirhugaðrar sölu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ) á verðtryggðum skuldabréfum, samanber tilkynningu sem barst fyrr í dag, vill Seðlabanki Íslands koma því á framfæri að ákvarðanir um selt magn munu verða teknar í samráði við seðlabankastjóra og peningastefnunefnd bankans.

Sala á eignum ESÍ getur haft nokkur áhrif á lausafjárstöðu einstakra fjármálafyrirtækja og kerfisins í heild. Lausafjárstýring Seðlabankans mun því eins og ævinlega fylgjast vel með lausafjárstöðu fjármálakerfisins og miða að því að taumahald peningastefnunnar verði í sem bestu samræmi við ákvarðanir peningastefnunefndar og raskist ekki sakir sölu á eignum ESÍ. Peningastefnunefndin mun að öðru leyti taka tillit til hugsanlegra áhrifa eignasölu ESÍ á fjármálamarkaði og lengri tíma vexti þegar nefndin leggur mat á hæfilegt taumhald peningastefnunnar á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 5699600.

 

Nr. 44/2013
16. desember 2013

Til baka