logo-for-printing

17.11.2013

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um störf peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Frá vinstri: Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson og Gylfi Zoëga.

Í fyrramálið klukkan 9:30 eru störf peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á dagskrá efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vefútsending verður frá fundinum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og peningastefnunefndarmaður og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður mæta á fundinn.

Lög um Seðlabanka Íslands leggja bankanum á herðar þá skyldu að gera opinberlega grein fyrir stefnu sinni í peningamálum og fyrir þróun peningamála, gengis- og gjaldeyrismála og aðgerðum sínum á þeim sviðum. Þetta er liður í því að sýna gagnsæi og að Seðlabankinn standi reikningsskil gerða sinna. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skal tvisvar á ári gefa Alþingi skýrslu um störf sín og ræða skal efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.

Í þessum tilgangi verður haldinn opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á morgun. Efni fundarins varðar störf peningastefnunefndar, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands.

Upplýsingar um opna fundi efnahags- og viðskiptanefndar er að finna hér.

Inngangsorð seðlabankastjóra frá fundinum er að finna hér.

Nánari upplýsingar um útsendinguna á morgun verður að finna í fyrramálið. Beinar útsendingar Alþingis eru hér: http://www.althingi.is/vefur/beinutsending.html (Einhver truflun er á útsendingu til að byrja með því aðeins hljóð heyrist en engin mynd sést).

Upplýsingar um störf peningastefnunefndar er að finna hér.

Til baka