logo-for-printing

23. ágúst 2013

Efnahagsreikningar Innlánsstofnana

Seðlabanki Íslands hefur birt nýjar tölur um efnahag innlánsstofnana. Þar kemur fram að heildareignir innlánsstofnana námu 3.005,5 ma.kr. í lok júlí 2013 og lækkuðu um 3,1 ma.kr. eða um 0,1% í mánuðinum. Af heildareignum námu innlendar eignir 2.581,6 ma.kr. og lækkuðu um 1,7 ma.kr. í mánuðinum eða 0,1%. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 423,8 ma.kr. og lækkuðu um 1,5 ma.kr. í júlí eða um 0,3%. 
Skuldir innlánsstofnana námu 2.474,5 ma.kr. í lok júlí og lækkuðu um 7,5 ma.kr. í mánuðinum eða um 0,3%. Innlendar skuldir námu 2.335,4 ma.kr. og lækkuðu um 11 ma.kr. í mánuðinum. Erlendar skuldir innlánsstofnana námu 139,1 ma.kr. og hækkuðu um 3,6 ma.kr. í júlí eða um 2,6%. Eigið fé innlánsstofnana nam 530,9 ma.kr. í lok júlí og hækkaði um 4,3 ma.kr í júlí eða um 0,1%.

Sjá nánar: Tengill í hagtölur

Til baka