logo-for-printing

08. júlí 2013

Málstofa: Þróun uppsagna, atvinnuleysis og samsetning þess yfir hagsveiflur í Bandaríkjunum

Á morgun, þriðjudaginn 9. júlí kl. 15:00, verður málstofa haldin í fundarsal Seðlabankans á fyrstu hæð, Sölvhóli. Efni málstofunnar er „Þróun uppsagna, atvinnuleysis og samsetning þess yfir hagsveiflur í Bandaríkjunum“ og er frummælandi Andreas Mueller, kennari við Columbia Business School í Bandaríkjunum.

Málstofan verður á ensku. 

Ágrip: Fjallað verður um nýjar upplýsingar um breytingar í samsetningu atvinnulausra yfir hagsveiflur í Bandaríkjunum. Lagt er mat á nokkrar kenningar sem gætu útskýrt þessa þróun. Með því að nota upplýsingar úr manntali (Current Population Survey) fyrir árin 1962-2011 er sýnt að á samdráttartímum verða þeir sem höfðu tiltölulega há laun í fyrra starfi vaxandi hluti allra atvinnulausra. Rannsóknin leiðir í ljós að mestur hluti af breytingum í atvinnuleysi er vegna hagsveiflutengdra breytinga í tíðni uppsagna hjá fólki með hærri laun en tíðni nýráðninga sveiflast lítið með hagsveiflunni. Líkan af vinnumarkaði þar sem gert er ráð fyrir að launafólk og atvinnurekendur leiti að rétta gagnaðilanum og nái saman með tilteknum líkum og starfsgeta folks er mismunandi getur ekki útskýrt þessa þróun í samsetningu atvinnulausra en útgáfa af slíku líkani þar sem búið er að bæta því við að fólk hafi takmarkað aðgengi að lánamörkuðum skýrir þróunina betur.

Efni fyrirlestursins er sótt í grein frummælanda "Separations, Sorting and Cyclical Unemployment".

 

Til baka