logo-for-printing

12. júní 2013

Viljayfirlýsing um að hefja viðræður um kaup og sölu á eignum Dróma hf. til ESÍ og Arion banka hf.

Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), Drómi hf., (eignasafn SPRON og Frjálsa ) og Arion banki hf. hafa ritað undir viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um kaup og sölu á eignum Dróma hf. til ESÍ og Arion banka hf.

Samhliða munu fara fram viðræður um kaup Arion banka á einstaklingslánum Hildu ehf., dótturfélags ESÍ.

Á næstu dögum munu aðilar viljayfirlýsingarinnar hefja vinnu við að meta eignir Dróma hf. og Hildu ehf. með það að markmiði að ná samkomulagi um kaup og sölu eignanna. Gera má ráð fyrir að á næstu þremur til sex mánuðum liggi fyrir hvort af samkomulagi verði.

Markmið með viðræðum þessum og eftirfarandi samkomulagi ef af verður, er m.a. það að koma einstaklingslánasöfnum Dróma hf. og Hildu ehf. í varanlegri búning til framtíðar litið og ljúka slitameðferð á SPRON og Frjálsa með samþykki kröfuhafa slitabúanna.

 

Frétt nr. 21/2013
12. júní 2013 

 

Fréttatilkynning þessi er sameiginleg tilkynning frá Arion banka hf., Dróma hf. og Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf.

Til baka