logo-for-printing

05. apríl 2013

Reglur um gjaldeyrismál

Seðlabanki Íslands hefur gefið út reglur um gjaldeyrismál, nr. 300/2013, í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum, þar sem meðal annars er kveðið á um heimild Seðlabankans til að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum á fjármagnshreyfingum á milli landa, og skyldu bankans til að setja nánari reglur um framkvæmd staðfestingar á gjaldeyrisviðskiptum og/eða fjármagnshreyfingum vegna fasteignaviðskipta, bifreiðakaupa og greiðslu vaxta, verðbóta af vöxtum, arðs og samningsbundinna afborgana.

Reglurnar taka gildi í dag, 5. apríl 2013. Reglurnar varða meðal annars fjárfestingarheimildir erlendra fjármálafyrirtækja og gagnaskil til Seðlabankans. Jafnframt hefur Seðlabankinn gefið út leiðbeiningar við reglurnar, til handa fjármálafyrirtækjum, vegna beiðna um staðfestingu á fasteignaviðskiptum, bifreiðakaupum, vaxtagreiðslum, arðgreiðslum og greiðslum samningsbundinna afborgana.

Reglur nr. 300/2013, um gjaldeyrismál, og leiðbeiningar við reglurnar, má finna hér.
 
Nánari upplýsingar veitir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Til baka