logo-for-printing

06. mars 2013

Nýjar tölur um efnahag lífeyrissjóða sýna að hrein eign þeirra hefur aukist um 40 ma.kr.

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.434 mö.kr. í lok janúar 2013 og hafði þar með aukist um 40 ma.kr. frá árslokum 2012, eða um 1,7%. Þar af var eign lífeyrissjóða í samtryggingardeildum 2.192 ma.kr. á móti 242 mö.kr. í séreignardeildum. Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.730 mö.kr. í lok janúar og hafði þá aukist um tæpa 27 ma.kr. á milli mánaða. Erlend verðbréfaeign nam 563 mö.kr. og hafði þar með hækkað um rúma 13 ma.kr. frá fyrri mánuði.

Vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.

Sjá nánar hér: Lífeyrissjóðir.

Til baka