logo-for-printing

22. janúar 2013

Óbreyttir dráttarvextir

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur ekki breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabanka Íslands sem birt var í lok desember síðastliðins.

Dráttarvextir haldast því óbreyttir og verða áfram 13,00% fyrir tímabilið 1. til  28. febrúar 2013.

 

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir hafa ekki heldur breyst og verða því áfram sem hér segir fyrir tímabilið 1. til 28. febrúar 2013:

• Vextir óverðtryggðra lána 6,75%
• Vextir verðtryggðra lána 3,75%
• Vextir af skaðabótakröfum 4,50% 

Sjá nánar: Tilkynning um dráttarvexti o.fl. nr. 1/2013.pdf
 

 

Til baka