logo-for-printing

30. nóvember 2012

Ráðstefna um innlánstryggingar

Næstkomandi föstudag verður haldin í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík, ráðstefna um innlánstryggingar og erfiðleika sem geta skapast í starfsemi banka vegna starfsemi í mismunandi löndum eða í mismunandi gjaldmiðlum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri flytur opnunarerindi á ráðstefnunni. Aðrir sem flytja erindi eru fræðimenn og starfsmenn alþjóðastofnana á efnahagssviði.
Til baka