logo-for-printing

30.11.2012

Ráðstefna um innlánstryggingar

Næstkomandi föstudag verður haldin í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík, ráðstefna um innlánstryggingar og erfiðleika sem geta skapast í starfsemi banka vegna starfsemi í mismunandi löndum eða í mismunandi gjaldmiðlum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri flytur opnunarerindi á ráðstefnunni. Aðrir sem flytja erindi eru fræðimenn og starfsmenn alþjóðastofnana á efnahagssviði.

Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna hér, en þar er einnig hægt að skrá sig. Ráðstefnan er öllum opin: Deposit Guarantees and Cross-Border / Cross-Currency Bank Crises.

Til baka