logo-for-printing

13.11.2012

Vefútsending, vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt á morgun, miðvikudaginn 14. nóvember 2012. Af því tilefni verður sérstakur kynningarfundur sendur út hér á vef bankans þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans munu færa rök fyrir vaxtaákvörðuninni, jafnframt því sem efni fjórða heftis Peningamála á árinu verður kynnt. Sjálf vaxtaákvörðunin verður tilkynnt með stuttri tilkynningu klukkan 8:55 í fyrramálið og efni Peningamála verður sett á vefinn kl. 9:00.

Slóðin fyrir vefútsendinguna er hér: Vefútsending 14. nóvember 2012

Eins og fyrr er rétt að gera þann fyrirvara að Seðlabankinn tekur ekki ábyrgð á afleiðingum mögulegra truflana á útsendingu.

 

 

 

 

 

Til baka