logo-for-printing

16. október 2012

Sérrit nr. 8: Fjármálastöðugleiki

Árið 2011 fékk Seðlabanki Íslands Sir Andrew Large til að gera úttekt á hlutverki seðlabanka á sviði fjármálastöðugleika, sérstaklega hvað varðar skipulag þeirra mála. Hann var beðinn um að taka mið af hruni fjármálakerfisins hér á landi og af alþjóðlegum hræringum á því sviði. Hann tók einnig tillit til umræðu um þessi mál og breytinga sem eru að eiga sér stað víða um heim.

Skýrsla hans „Financial stability: The Role of the Central Bank of Iceland“ (Fjármálastöðugleiki og hlutverk Seðlabanka Íslands) hefur í dag verið gefin út. Henni er ætlað að styðja við umræðu um þessi mál, m.a. með tillögum um breytingar á skipulagi stofnana sem hafa með fjármálastöðugleika og kerfiseftirlit að gera. Mikilvægi fyrirkomulags þessara mála hefur aukist og mun gera það enn frekar eftir afnám fjármagnshafta þegar íslensku bankarnir fjármagna sig í auknum mæli á alþjóðlegum lánamörkuðum. Í inngangi skýrslunnar, sem er á ensku, er að finna íslenska þýðingu á yfirliti og viðaukum hennar.

Sir Andrew Large hefur langa reynslu af bankamálum. Hann var formaður verðbréfa- og fjárfestingaráðs Bretlands árin 1992–1997 (sú stofnun var að hluta forveri fjármálaeftirlitsins, FSA), varaformaður stjórnar Barclays banka árin 1998-2002 og aðstoðarbankastjóri Englandsbanka með ábyrgð á fjármálastöðugleika árin 2002-2006, þar sem hann átti sæti í peningastefnunefnd bankans.

Ritið er aðgengilegt í heild á vef Seðlabanka Íslands: Sérrit nr. 8: Fjármálastöðugleiki og hlutverk Seðlabanka Íslands

Nánari upplýsingar veitir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri í síma 569-9600.

Nr. 39/2012
16. október 2012

 

Til baka