logo-for-printing

01. október 2012

Breyting á reglum um lausafjárhlutfall

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að breyta reglum um lausafjárhlutfall á þann veg að innstæður fjármálafyrirtækja í slitameðferð verði flokkaðar meðal skulda við lánastofnanir.

Undanfarin misseri hafa fjármálafyrirtæki í slitameðferð misst starfsleyfi sitt og innlán þeirra því færst milli flokka í lausafjárreglunum, þ.e. úr flokknum skuldir við lánastofnanir (100% binding) í flokk almennra innlána (5-10% binding).

Almennt má segja að innlán lánastofnana séu kvikari en önnur hefðbundin innlán, t.d. innlán aðila í viðskiptasambandi við banka og því rökrétt að þau hafi meira vægi en hefðbundin almenn innlán. Jafnframt er ljóst að innlán fjármálafyrirtækja í slitameðferð bíða þess að verða greidd út til kröfuhafa og eru því mun kvikari en gengur og gerist um almenn innlán.

Lausafjárreglur Seðlabankans eru varúðarreglur og eiga að gefa sem réttasta mynd af lausafjárstöðunni. Því hefur Seðlabankinn ákveðið að breyta lausafjárreglunum til að taka tillit til þessarar áhættu. Breyttar lausafjárreglur taka gildi 1. október 2012 en þeim lánastofnunum sem þess óska verður gefinn kostur á að innleiða nýja flokkun í áföngum fram til loka desember 2012. 

Sjá hér: Reglur um lausafjárhlutfall nr. 782, 27. september 20012

Sjá hér upplýsingar um lög og reglur
 

Til baka