logo-for-printing

25. september 2012

Skýrsla um gjaldmiðilsmál

Sérrit Seðlabanka Íslands nr. 7 er ber heitið Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum og kom út 17. september síðastliðinn var prentað í takmörkuðu upplagi, enda er ritið aðgengilegt á vef Seðlabankans. Prentuð eintök urðu fljótlega uppurin. Nú eru ný eintök komin úr prentun og verða þau seld gegn vægu gjaldi, en Sérrit nr. 7 er viðamikið að vöxtum, eða ríflega 600 blaðsíður.

Skýrslan verður eingöngu seld í gegnum póstdreifingu. Gjald fyrir ritið og sendingarkostnað er kr. 2.500.-

Þeir sem hafa áhuga á að fá prentað eintak af skýrslunni geta sent tölvupóst á sedlabanki@sedlabanki.is með beiðni um að fá ritið sent og tilgreint fjölda eintaka. Þar komi einnig fram nafn, heimilisfang og kennitala viðkomandi. Jafnframt greiði viðkomandi kr. 2.500.- í heimabanka á reikning nr. 0001-26-40180, kt. 560269-4129, og sendi þaðan jafnhliða póst á sedlabanki@sedlabanki.is. Ritið verður þá sent í pósti.

Á það skal einnig bent að ritið er aðgengilegt á vefnum hér á þessum stað: Sérrit nr. 7: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum.

Til baka