logo-for-printing

13. september 2012

Gjaldeyrisforði

Vergur (heildar) gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 786,2 ma.kr. í lok ágúst og lækkaði um 43,5 ma.kr. milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtímaskuldum, nam um 458,2 ma.kr. í lok ágúst 2012 samanborið við 456,1 í júlí. Nettóútgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 328 ma.kr. miðað við í lok ágúst 2012.

Lækkun vergs gjaldeyrisforða skýrist í megindráttum af tvennu; annarsvegar af samningsbundnum afborgunum lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um 13 ma.kr. og hinsvegar af lækkun á gjaldeyrisreikningum fjármálafyrirtækja í slitameðferð um 33,6 ma.kr.

Til baka