logo-for-printing

07. júní 2012

Hrein eign lífeyrissjóða

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.238 ma.kr. í lok apríl 2012. Hrein eign hafði þar með hækkað um 21,3 ma.kr. frá mars eða um 1%. Þar af hækkaði innlend verðbréfaeign um tæpa 18 ma.kr. og nam því 1.616 ma.kr. Þar hækkuðu innlend hlutabréf um 3,7 ma.kr. á milli mánaða. Erlend verðbréfaeign lækkaði hins vegar um 5,5 ma.kr. frá mars og nam því 515,5 ma.kr. í lok apríl. Í apríl hækkuðu innlán lífeyrissjóða um 9,2 ma.kr. og stóðu í 158,5 ma.kr. í lok mánaðarins. 

Vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör allra sjóða og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir. 
Til baka