06. júní 2012
Leiðrétting við tilkynningu frá 22. maí sl. um gjaldeyrisútboð 20. júní nk.
Við birtingu tilkynningar 22. maí sl. um gjaldeyrisútboð sem fram munu fara 20. júní nk. var ekki réttur hlekkur undir liðnum „fylgiskjöl“ í niðurlagi tilkynningarinnar sem leiddi inn á „Skilmála um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum“.
Réttur hlekkur hefur verið settur undir tilkynninguna frá 22. maí sl. og fylgir hann jafnframt hér að neðan.
Skilmálar um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta (með breytingum. Birt fyrst 18.11.2011)