logo-for-printing

31. maí 2012

Málstofa um lífeyrissjóði, einkasparnað, húsnæðiseign og fjármálalegan stöðugleika

Efni málstofunnar er: „Lífeyrissjóðir, einkasparnaður, húsnæðiseign og fjármálalegur stöðugleiki.“ Á málstofunni verður farið yfir efni nýútkominnar rannsóknarritgerðar um þetta efni (sjá Rannsóknarritgerðir). Þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur minnkað undanfarin 30 ár á sama tíma og eignir lífeyrissjóðanna hafa vaxið. Fjallað verður um mögulegar ástæður þessa. Bent er á að tekjutrygging sem er hluti lífeyriskerfisins hér á landi getur skýrt minnkun sparnaðar. Sýnt er að óvissa varðandi húsnæðisverð leiðir til þess að þeir sem kaupa eigið húsnæði spara meir en ella. Skylduaðild að lífeyrissjóðum leiðir til þess að eigið fé heimila minnkar og að þau heimili sem kaupa eigið húsnæði auka varúðarsparnað sinn, en þó minna en sem nemur lífeyrissparnaðinum. Lán til þeirra verða því áhættusamari. Einhver heimili hætta við að kaupa eigið húsnæði, einkum ef leiga er sæmilega álitlegur kostur. Skylduaðild að lífeyrissjóðum sem minnkar áhættu í fjármálum hins opinbera getur aukið heildaráhættu ef áhætta tengd lánum til heimila og þeirra sem eiga leiguhúsnæði vex meira. 
Til baka