logo-for-printing

02. mars 2012

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands 21. febrúar til 2. mars

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Julie Kozack lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að fara yfir íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda dagana 21. febrúar til 2. mars 2012.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir reglulega úttekt á efnahagslífi aðildarlanda sinna samkvæmt grein IV í Stofnsáttmála sjóðsins. Skýrsla um úttektina verður gefin út í kjölfar umræðu í framkvæmdastjórn sjóðsins. Heimsókn sendinefndarinnar tengist jafnframt eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst síðastliðnum. Sendinefndin átti fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, háskólasamfélaginu, fulltrúum einkageirans og aðilum vinnumarkaðarins.

Álit sendinefndarinnar, þar sem greint er frá helstu niðurstöðum af viðræðum síðustu vikna, hefur verið birt á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sjá hér: http://www.imf.org/external/np/ms/2012/030212.htm  

Sjá lauslega þýðingu hér: Lokayfirlýsing sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2. mars 2012 (pdf)

Til baka