logo-for-printing

29. febrúar 2012

Könnun um væntingar markaðsaðila

Seðlabanki Íslands mun frá og með fyrsta ársfjórðungi 2012 framkvæma ársfjórðungslegar kannanir á væntingum markaðsaðila til helstu hagstærða, s.s. verðbólgu og vaxta. Könnunin sækir fyrirmyndir sínar í kannanir sem eru framkvæmdar af seðlabönkum víða erlendis. Fyrsta könnunin var framkvæmd hérlendis dagana 13.-17. febrúar sl. Leitað var til alls 27 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, s.s. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar.

Könnunin skiptist í tvo hluta, væntingar til skamms tíma og væntingar til langs tíma. Spurningar um væntingar til skamms tíma lúta að þróun ýmissa hagstærða næstu 2 ár á meðan langtímaspurningarnar snúa að væntingum til 5 til 10 ára. Svör fengust að þessu sinni frá 20 aðilum og var svörun því 74,1%.

Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á vef Seðlabankans á morgun, fimmtudaginn 1. mars 2012 kl. 16:00.

Til baka