logo-for-printing

09. febrúar 2012

Skiptigengi í gjaldeyrisútboði

Í tilkynningu Seðlabanka Íslands dags. 12. janúar sl. kom fram í útboðsskilmálum að skiptigengi vegna kaupa bankans á erlendum gjaldeyri í tengslum við sölu ríkisverðbréfa í flokki „RIKS 30 0701“ yrði birt í lok dags 9. febrúar.

Ákveðið hefur verið að skiptigengi á fjölda eininga ríkisverðbréfa pr. evra skuli byggjast á útboðsverðinu og föstu verði ríkisverðbréfsins, sem er 115,675833 kr. pr. einingu af ríkisverðbréfinu með áföllnum vöxtum og verðbótum (e. dirty price) miðað við uppgjörsdag 17. febrúar 2012 (krafa 2,50%).* Formúlan er eftirfarandi: Skiptigengi = útboðsverð/(verð ríkisverðbréfs/100). 

* Verð með áföllnum vöxtum og verðbótum (e. dirty price) gefur ávöxtunarkröfu 2,50% og hreint verð (e. clean price) 110,930.

Til baka