logo-for-printing

19. apríl 2011

Seðlar og mynt í umferð

Á Íslandi eru gefnir út seðlar í fjórum fjárhæðum og mynt í fimm fjárhæðum. Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á að gefa út peninga á Íslandi, líkt og seðlabankar í flestum öðrum löndum. Ákveðnir öryggisþættir hafa verið til staðar í seðlum um langa hríð. Einn fyrsti öryggisþátturinn var handskrifuð undirskrift, en á síðustu áratugum hefur mörgum nýjum öryggisþáttum verið bætt við.

Núverandi seðlaröð kemur til sögunnar eftir myntbreytinguna í ársbyrjun 1981 og hið sama má segja um myntirnar. Seðlarnir eru hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. Myntin er hönnuð af Þresti Magnússyni. Fyrsti eiginlegi seðillinn var settur í umferð hér á landi árið 1778, en hann var bæði með dönskum og íslenskum texta. Fyrir tíma Seðlabankans sem hóf starfsemi árið 1961 höfðu bæði Landsbanki Íslands og Íslandsbanki hinn fyrri heimildir til að koma peningum í umferð.

Sjá hér nánari upplýsingar um seðla og mynt

Til baka