logo-for-printing

24. maí 2007

Málstofa: Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur -kynningarskjal

Ákveðið var að bæta málstofu við 22. maí. Á henni var fjallað um erlenda stöðu þjóðarbúsins og þáttatekjur. Frummælendur voru Daníel Svavarsson og Pétur Örn Sigurðsson hagfræðingar í Seðlabanka Íslands.

( Kynningarskjal: Málstofa um Erlenda stöðu og þáttatekjur.ppt)

Ágrip af því efni sem til umfjöllunar var:

Staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur tekið miklum breytingum á síðustu misserum. Erlendar eignir og skuldir Íslendinga hafa margfaldast á aðeins örfáum árum, en erlendar skuldir aukist talsvert meira en erlendar eignir. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er því orðin mjög óhagstæð í sögulegu samhengi og hrein skuld með því mesta sem dæmi eru um í heiminum. Samfara auknum skuldum hafa hreinar vaxta- og arðgreiðslur til útlanda aukist mikið og vega þungt í viðskiptahallanum. Ýmsir hafa hins vegar efast um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem liggja að baki mati á hreinni stöðu þjóðarbúsins og viðskiptahallanum og benda meðal annars á ósamræmi á milli þróunar flæði- og stöðustærða. Þá hefur því verið haldið fram að eignir þjóðarbúsins séu stórlega vantaldar. Á málstofunni verður fjallað um þróun eigna og skulda þjóðarbúsins undanfarin ár og samhengi þeirra við jöfnuð þáttatekna. Fjallað verður um aðferðir sem notaðar eru við skráningu gagna og reynt að greina mögulega annmarka sem gætu skýrt framangreint misræmi. Í mörgum löndum er glímt við hliðstæð vandamál og verður því einnig fjallað um erlendar rannsóknir og þann lærdóm sem draga megi af þeim fyrir íslenskar aðstæður.

Sjá nánar: Málstofur Seðlabanka Íslands.

Til baka