logo-for-printing

14. ágúst 2006

Laust starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir aðalendurskoðanda. Aðalendurskoðandi heyrir undir bankaráð og er ráðinn af því. Aðalendurskoðandi stýrir starfi endurskoðunarsviðs bankans sem annast endurskoðun og innra eftirlit með starfsemi bankans.


Áskilið er a.m.k. viðskiptafræðimenntun auk löggildingar sem endurskoðandi og starfsreynslu. Aðalendurskoðandi þarf að hafa frumkvæði, getu til sjálfstæðra vinnubragða og mikla samskipta­hæfileika.


Upplýsingar um starfið veitir Ingvar A. Sigfússon, rekstrarstjóri en umsóknir skulu sendar Helga S. Guðmundssyni formanni bankaráðs Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík eigi síðar en 8. september nk.


Til baka