Vextir Seðlabankans og aðrir vextir

Seðlabankavextir

Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir, sem síðan hafa áhrif á aðra markaðsvexti og þar með á peningamagn í umferð, eftirspurn og verðbólgu. Meginvextir (stundum kallaðir stýrivextir) Seðlabankans eru þeir vextir í þessum viðskiptum við lánastofnanir sem ráða mestu um framvindu skammtímavaxta á markaði og þar með aðhaldsstigi peningastefnunnar. Þessir vextir eru nú vextir á sjö daga bundnum innlánum lánastofnana í Seðlabankanum.

Umsjón

Markaðssvið | midvinnsla@sedlabanki.is

Bankavextir og dráttarvextir

Vextir til viðmiðunar vegna umreiknings á lánum skv. 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu með síðari breytingum. 

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega vaxtatilkynningar og eru þar vextir sem lagt er til að miðað verði við þegar umreikna þarf lán samkvæmt 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu eins og henni var breytt með lögum nr. 151/2010. Þetta eru annars vegar almennir vextir óverðtryggðra útlána og hins vegar almennir vextir verðtryggðra útlána.

Vaxtatilkynningar má finna hér: Fréttir og tilkynningar.

Lýsigögn

Hér er að finna lýsigögn fyrir bankavexti, dráttarvexti og almenna vexti af peningakröfum.

Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla, Fjármálamarkaðir | fjarmalamarkadir@sedlabanki.is

Markaðsvextir

Vextir á millibankamarkaði með krónur

06.8.20REIBIDREIBOR
O/N0,563%0,813%
S/W0,750%1,000%
1 M0,863%1,238%
3 M1,100%1,600%

Umsjón

Markaðssvið| framlina@sedlabanki.is

Upplýsingar um vexti erlendis

Þar sem nokkuð hefur verið um fyrirspurnir til Seðlabanka Íslands um vexti erlendis og þá einkum um LIBOR-vexti getum við bent á upplýsingar sem finna má á heimasíðu International Exchange Benchmark Administration. Seðlabanki Íslands ber hins vegar enga ábyrgð á upplýsingum sem er að finna á slíkum vefsíðum eða notkun aðila á þeim auk þess sem minnt er á almennan fyrirvara um áreiðanleika upplýsinga á vefnum.