
Lánshæfi ríkissjóðs
Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands: Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Seðlabanki Íslands fer með regluleg samskipti við matsfyrirtækin fyrir hönd ríkissjóðs.
Lánshæfismat gegnir mikilvægu hlutverki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Matsfyrirtækin veita lántakendum á mörkuðum lánshæfiseinkunn sem hefur mikil áhrif á lánskjör þeirra. Lánshæfiseinkunnin endurspeglar getu lántakenda til að standa við skuldbindingar að fullu og á réttum tíma. Þetta er framsýn vísbending um líkur þess að lántaki lendi í vanskilum. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs setur nokkurs konar þak á lánshæfi annarra íslenskra lántakenda á alþjóðlegum mörkuðum og er því mjög þýðingarmikil fyrir þá.
Lánshæfiseinkunnir ríkissjóða eru metnar út frá ýmsum þáttum, þeirra á meðal eru:
- Erlend greiðslugeta
- Hagvaxtarmöguleikar
- Peningastefna
- Stjórnmálaleg áhætta
- Ríkisfjármál og ríkisábyrgðir
- Samsetning hagkerfisins og tekjur
- Skuldastaða fyrirtækja í eigu hins opinbera
- Skuldastaða hins opinbera
- Skuldastaða einkageirans
Þessir þættir eru allir metnir og í framhaldinu er veitt lánshæfiseinkunn. Á fjármálamörkuðum eru einkunnir matsfyrirtækja greindar í tvo meginflokka: fjárfestingarflokk og spákaupmennskuflokk. Matsfyrirtækin beita sambærilegum bókstafseinkunnum eins og sjá má í töflu 1. Bókstafseinkunn fylgir jafnan mat á horfum á breytingum á lánshæfismati. Þær geta verið neikvæðar, stöðugar eða jákvæðar. Matsfyrirtækin birta reglulega fréttir og ítarlegan rökstuðning fyrir mati sínu.
Moody‘s | S&P og Fitch | Skýring á einkunnum |
---|---|---|
Fjárhagseinkunnir | ||
Aaa | AAA | Hæsta einkunn og lágmarksáhætta |
Aa | AA | Há einkunn og lítil áhætta |
A | A | Einkunn í góðu meðallagi og tiltölulega lítil áhætta |
Baa | BBB | Miðlungseinkunn og viðunandi áhætta |
Spákaupmennskueinkunnir | ||
Ba | BB | Greiðslur líklegar en óvissar |
B | B | Greiðslugeta en hætta á vanskilum í framtíðinni |
Caa | CCC | Léleg greiðslugeta en augljós hætta á vanskilum |
Ca | CC | Mjög vafasöm greiðslugeta. Oft í vanskilum |
C | C | Lægsta einkunn. Einkar slæmar horfur um endurgreiðslu |
D | Í vanskilum |
Tölustöfunum 1,2 og 3 er stundum bætt við lánshæfiseinkunn Moody‘s frá Aa-Caa. 1 merkir að einkunnin sé í hæsta flokki innan einkunnarstigsins, 2 merki í meðallagi og 3 merkir að einkunnin sé í lægsta flokki innan einkunnarstigsins. „+“ eða „-“ er stundum bætt við lánshæfiseinkunnir S&P og Fitch frá AA-CCC. „+“ merkir að einkunnin sé í hæsta flokki innan einkunnarstigsins og „-“ merkir að einkunnin sé í lægsta flokki innan einkunnarstigsins.
Moody‘s | S&P | Fitch | Skýring á einkunnum |
---|---|---|---|
P-1 | A-1 | F1 | Hæsta einkunn og lágmarksáhætta |
P-2 | A-2 | F2 | Há einkunn og lítil áhætta |
P-3 | A-3 | F3 | Einkunn í góðu meðallagi og viðunandi greiðslugeta |
B | B | Greiðslur líklegar en óvissar | |
C | C | Mikil greiðsluáhætta og veltur á hagstæðum skilyrðum | |
SD og D | D | Lægsta einkunn. Einkar slæmar horfur um endurgreiðslu eða í vanrækslu |
„+“ er stundum bætt við lánshæfiseinkunnir S&P til skamms tíma. „+“ merkir að einkunnin sé í hæsta flokki innan einkunnarinnar.
Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands
Sérfræðingar matsfyrirtækjanna heimsækja Ísland árlega og eiga viðræður við fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífsins. Í kjölfarið er lánshæfismat staðfest eða því breytt ef tilefni er til.
Samskipti matsfyrirtækjanna og Ríkissjóðs Íslands hófust árið 1986 þegar Standard & Poor's ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka, sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum.
Árið 1988 tilkynnti fyrirtækið að það ætlaði að leggja þessa flokka niður, meta lánshæfi landanna á ný og veita þeim hefðbundna bókstafaeinkunn. Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi Ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.
Formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hófst þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í Lundunum, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. S&P veitti ríkissjóði einkunnina A-1 og Moody’s P-1.
Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.
Erlend mynt | Innlend mynt | |||||
---|---|---|---|---|---|---|
Tilkynnt | Langtíma | Skammtíma | Langtíma | Skammtíma | Horfur | |
Moody‘s | ágú. '21 | A-2 | ... |
A-2 | ... |
Stöðugar |
S&P | maí. '21 | A |
A-1 | A |
A-1 | Stöðugar |
Fitch | mars '21 | A | F1+ | A | F1+ | Neikvæðar |
Standard & Poor‘s | Erlend mynt | Innlend mynt | |||
---|---|---|---|---|---|
Staðfest (dags.) | Langtíma | Skammtíma | Langtíma | Skammtíma | Horfur |
´89 | Ai | A-1 | … | … | Stöðugar |
´94 | A (ný) | A-1 | … | … | Stöðugar |
´96 | A+ | A-1+ | AA+ (ný) | … | Stöðugar |
sept. ´98 | A+ | A-1+ | AA+ | … | Jákvæðar |
mars ´01 | A+ | A-1+ | AA+ | … | Stöðugar |
okt. ´01 | A+ | A-1+ | AA+ | … | Neikvæðar |
nóv. ´02 | A+ | A-1+ | AA+ | A-1+ (ný) | Stöðugar |
des. ´03 | A+ | A-1+ | AA+ | A-1+ | Jákvæðar |
feb. ´05 | AA- | A-1+ | AA+ | A-1+ | Stöðugar |
jún. ´06 | AA- | A-1+ | AA+ | A-1+ | Neikvæðar |
des. ´06 | A+ | A-1 | AA | A-1+ | Stöðugar |
nóv. ´07 | A+ | A-1 | AA | A-1+ | Neikvæðar |
apr.´08 | A+ | A-1 | AA | A-1+ | Undir eftirliti |
apr. ´08 | A | A-1 | AA- | A-1+ | Neikvæðar |
sept. ´08 | A- | A-2 | A+ | A-1 | Undir eftirliti |
okt. ´08 | BBB | A-3 | BBB+ | A-2 | Neikvæðar |
nóv. ´08 | BBB- | A-3 | BBB+ | A-2 | Neikvæðar |
des. ´09 | BBB- | A-3 | BBB+ | A-2 | Stöðugar |
jan. ´10 | BBB- | A-3 | BBB+ | A-2 | Undir eftirliti |
mars ´10 | BBB- | A-3 | BBB | A-3 | Neikvæðar |
maí '11 | BBB- | A-3 | BBB- | A-3 | Neikvæðar |
nóv. '11 | BBB- | A-3 | BBB- | A-3 | Stöðugar |
júlí '13 | BBB- | A-3 | BBB- | A-3 | Neikvæðar |
jan. '14 | BBB- | A-3 | BBB- | A-3 | Stöðugar |
júl. '14 | BBB- | A-3 | BBB- | A-3 | Jákvæðar |
júl. '15 | BBB | A-2 | BBB | A-2 | Stöðugar |
jan. '16 | BBB+ | A-2 | BBB+ | A-2 | Stöðugar |
jan. '17 | A- | A-2 | A- | A-2 | Stöðugar |
mars '17 | A | A-1 | A | A-1 | Stöðugar |
maí '20 | A | A-1 | A |
A-1 | Stöðugar |
nóv. '20 | A | A-1 | A | A-1 | Stöðugar |
maí '21 | A | A-1 | A | A-1 | Stöðugar |
Moody‘s | Erlend mynt | Innlend mynt | |||
---|---|---|---|---|---|
Staðfest (dags.) | Langtíma | Skammtíma | Langtíma | Skammtíma | Horfur |
maí ´89 | A2 | … | … | … | … |
okt. ´90 | A2 | P-1 (ný) | … | … | … |
jún.´96 | A1 | P-1 | … | … | … |
mars ´97 | A1 | P-1 | … | … | Jákvæðar |
júl. ´97 | Aa3 | P-1 | Aaa (ný) | P-1 (ný) | Stöðugar |
okt. ´02 | Aaa | P-1 | Aaa | P-1 | Stöðugar |
mars ´08 | Aaa | P-1 | Aaa | P-1 | Neikvæðar |
maí ´08 | Aa1 | P-1 | Aa1 | P-1 | Stöðugar |
sept. ´08 | Aa1 | P-1 | Aa1 | P-1 | Undir eftirliti |
okt. ´08 | A1 | P-1 | A1 | P-1 | Undir eftirliti |
des. ´08 | Baa1 | P-2 | Baa1 | P-2 | Neikvæðar |
nóv. ´09 | Baa3 | P-3 | Baa3 | P-3 | Stöðugar |
apr. ´10 | Baa3 | P-3 | Baa3 | P-3 | Neikvæðar |
apr. ´10 | Baa3 | P-3 | Baa3 | P-3 | Stöðugar |
júlí ´10 | Baa3 | P-3 | Baa3 | P-3 | Neikvæðar |
feb. '13 | Baa3 | P-3 | Baa3 | P-3 | Stöðugar |
jún. '15 | Baa2 |
P-2 |
Baa2 |
P-2 |
Stöðugar |
sept. '16 | A-3 | ... | A-3 | ... | Stöðugar |
júl. '18 | A-3 | ... | A-3 | ... |
Jákvæðar |
nóv. '19 | A-2 | ... | A-2 | ... | Stöðugar |
apr. '20 | A-2 | ... | A-2 | ... | Stöðugar |
okt. '20 | A-2 | ... | A-2 | ... | Stöðugar |
feb. '21 | A-2 | ... | A-2 | ... | Stöðugar |
ágú. '21 | A-2 | ... | A-2 | ... | Stöðugar |
Fitch | Erlend mynt | Innlend mynt | |||
---|---|---|---|---|---|
Staðfest (dags.) | Langtíma | Skammtíma | Langtíma | Skammtíma | Horfur |
feb. ´00 | AA- | F1+ | AAA | … | … |
sept. ´00 | AA- | F1+ | AAA | … | Stöðugar |
feb. ´02 | AA- | F1+ | AAA | … | Neikvæðar |
mars ´03 | AA- | F1+ | AAA | … | Stöðugar |
feb. ´06 | AA- | F1+ | AAA | … | Neikvæðar |
mars ´07 | A+ | F1 | AA+ | … | Stöðugar |
apr. ´08 | A+ | F1 | AA+ | … | Neikvæðar |
sept. ´08 | A- | F2 | AA | … | Undir eftirliti |
okt. ´08 | BBB- | F3 | A- | … | Undir eftirliti |
des. ´09 | BBB- | F3 | A- | … | Neikvæðar |
jan. ´10 | BB+ | B | BBB+ | … | Neikvæðar |
maí '11 | BB+ | B | BBB+ | … | Stöðugar |
feb. '12 | BBB- | F3 | BBB+ | … | Stöðugar |
feb. '13 | BBB | F3 | BBB+ | … | Stöðugar |
jan. '15 | BBB | F3 | BBB+ | ... | Jákvæðar |
júl. '15 | BBB+ |
F2 |
A- | ... | Stöðugar |
jan. '16 | BBB+ | F2 | A- | ... | Stöðugar |
júl. '16 | BBB+ | F2 | BBB+ | F2 |
Stöðugar |
jan. '17 | BBB+ | F2 | BBB+ | F2 | Jákvæðar |
júl. '17 | A- | F2 | A- | F1 | Jákvæðar |
des. '17 | A | F1 | A | F1 | Stöðugar |
maí '19 | A | F1+ | A |
F1+ |
Stöðugar |
maí '20 | A | F1+ | A | F1+ | Neikvæðar |
okt. '20 | A | F1+ | A | F1+ | Neikvæðar |
mars '21 | A | F1+ | A | F1+ | Neikvæðar |
sept. '21 | A | F1+ | A | F1+ | Neikvæðar |
Árið 1996 og 1997 hækkuðu Moody's og S&P lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. S&P tilkynnti árið 1996 að það hefði uppfært einkunnirnar fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt frá A í A+ og skammtímaskuldbindingar frá A-1 í A-1+. Þar að auki veitti S&P í fyrsta sinn einkunn fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt AA+. Í júní sama ár uppfærði Moody's lánshæfismatið á erlendum langtímaskuldbindingum frá A2 í A1. Í júlí 1997, gaf Moody's Ríkissjóði Íslands einkunnina Aaa fyrir langtímaskuldir í innlendri mynt Í febrúar 2000 bættist matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendum gjaldmiðli. Í október 2002 hækkaði Moody's matið á langtímaskuldbindingum í erlendum gjaldmiðli í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody's veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendum og innlendum gjaldmiðli. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody's þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1. Hæsta einkunn sem S&P hefur veitt ríkissjóði fram að þessu er einkunnin AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar, en S&P staðfesti þetta í febrúar 2005. Í desember 2006 var einkunnin lækkuð niður í A+.
Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 lækkaði lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands talsvert. S&P lækkaði lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli í BBB og í nóvember sama ár í BBB- og hefur sú einkunn haldist síðan. Moody‘s lækkaði sína einkunn í A1 í október 2008, í BAA1 í desember 2008 og loks í Baa3 í nóvember 2009 og hefur hún haldist þar. Í október 2008 lækkaði Fitch einkunn ríkissjóðs í BBB- úr A-. Í janúar 2010 fór Ísland í fyrsta sinn í spákaupmennskuflokk hjá Fitch þegar lánshæfiseinkunnirnar fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og landsþak voru lækkaðar niður í BB+ með neikvæðum horfum. Fitch færði Ísland aftur í fjárfestingarflokk í febrúar 2012 en lánshæfiseinkunnin hefur verið BBB frá febrúar 2013. Með bættri afkomu ríkissjóðs og jákvæðum hagvexti standa vonir til að landið muni aftur ná lánshæfismati í A flokki. Náist það markmið mun aðgengi að lánsfjármörkuðum og lánakjör batna verulega til hagsbóta fyrir íslenska hagkerfið.
Fjallað er nánar um lánshæfi og lánstraust í eftirfarandi greinum:
•Peningamál ágúst 2001: Ólafur Ísleifsson. Lánstraust Íslendinga í útlöndum.
•Fjármálatíðindi 1995: Ólafur Ísleifsson. Lánstraust á alþjóðlegum markaði.
•Fjármálatíðindi 1993: Ólafur Ísleifsson. Lánshæfi og lánstraust.
Aðrir tenglar: