logo-for-printing

Gjaldeyrisforði og tengdir liðir

16. apríl

Mars 2024

Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 912,4 ma.kr. í lok mars og hækkaði um 118 ma.kr. milli mánaða.

Ríkissjóður Íslands gaf þann 14. mars út grænt skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra, jafnvirði um 111 milljarða króna, sbr. frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, 14. mars sl.

Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 40,4 ma.kr. miðað við lok mars samanborið við 36,6 ma.kr. miðað við lok feb.



Næsta birting: 17. maí 2024


Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is