logo-for-printing

Lífeyrissjóðir

06. september

Júlí 2023

Eignir lífeyrissjóða námu 6.963 ma.kr. í lok júlí og hækkuðu um 12,2 ma.kr. á milli mánaða. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 6.208,6 ma.kr. og séreignadeilda 754,5 ma.kr.

Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 4.466,1 ma.kr. og hækkuðu um 50,9 ma.kr. á milli mánaða. Innlend markaðsskuldabréf námu 2.470 ma.kr. og hækkuðu um 16,3 ma.kr. og innlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 1.022 ma.kr. og hækkuðu um 32,4 ma.kr. Útlán námu 607,8 ma.kr. og hækkuðu um 8,5 ma.kr.

Erlendar eignir lífeyrissjóða námu 2.496,9 ma.kr. í lok júlí og lækkuðu um 38,6 ma.kr. milli mánaða. Erlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 2401,2 ma.kr. og lækkuðu um 39,8 ma.kr. og innlán í erlendum innlánsstofnunum lækkuðu um 552 m.kr. og námu 9 ma.kr.

Hrein eign lífeyrissjóða nam 6.951,1 ma.kr. í lok júlí.


Næsta birting: 05. október 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is