logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

27. september

Ágúst 2021

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.177,9 ma.kr. í lok ágúst og hækkuðu um 36,7 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 186,3 ma.kr. og hækkuðu um 4,3 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 551 ma.kr. og hækkuðu um 15,4 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 440,6 ma.kr. og hækkuðu um 17 ma.kr.

Þrír sjóðir bættust við í ágúst og skýra töluvert af þeirri hækkun sem var í mánuðinum. Sérhæfðar fjárfestingar hækkuðu um 17,2 ma.kr., hlutabréfasjóðir hækkuðu um 7,6 ma.kr., blandaðir sjóðir um 5,9 ma.kr. og skuldabréfasjóðir hækkuðu um 5 ma.kr.

Fjöldi sjóða í lok ágúst var 213 sem skiptist í 36 verðbréfasjóði, 66 fjárfestingarsjóði og 111 fagfjárfestasjóði.Næsta birting: 27. október 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is