
Greiðslumiðlun
https://sedlabanki.is/?pageid=3ac92fba-fd5d-11e4-93fd-005056bc2afe&newsid=b216d449-54ea-11eb-9b90-005056bccf91
13. janúar
Desember 2020
Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 95,0 ma.kr. í desember 2020. Heildarvelta debetkorta nam 45,3 b.kr. Velta debetkorta í verslunum innanlands nam 41,2 ma.kr. sem er 12,6% hækkun milli ára að nafnvirði en raunvirt nam hækkunin 8,3%. Heildarvelta kreditkorta nam 49,7 ma.kr. Velta kreditkorta í innlendum verslunum nam 42,7 ma.kr. sem er 6,4% hækkun milli ára að nafnvirði en 2,3% hækkun að raunvirði.
Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í desember 2020 nam 1,7 ma.kr., sem jafngildir 4,1% hærri veltu miðað við fyrri mánuð.
Heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum á árinu 2020 nam 820,0 ma.kr. sem er 2,9% raunhækkun frá árinu á undan. Heildarvelta erlendra greiðslukorta í verslunum nam 60,9 ma.kr. á árinu 2020 sem er lækkun um 161,9 ma. kr. frá árinu 2019.
Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.
Vinsamlegast athugið að frá og með septembermánuði ársins 2020 er innlend debetvelta í bönkum og hraðbönkum undanskilin í veltutölum. Sama gildir um greiðslur kreditkorta m.v. innheimtutímabil.
Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í desember 2020 nam 1,7 ma.kr., sem jafngildir 4,1% hærri veltu miðað við fyrri mánuð.
Heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum á árinu 2020 nam 820,0 ma.kr. sem er 2,9% raunhækkun frá árinu á undan. Heildarvelta erlendra greiðslukorta í verslunum nam 60,9 ma.kr. á árinu 2020 sem er lækkun um 161,9 ma. kr. frá árinu 2019.
Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.
Vinsamlegast athugið að frá og með septembermánuði ársins 2020 er innlend debetvelta í bönkum og hraðbönkum undanskilin í veltutölum. Sama gildir um greiðslur kreditkorta m.v. innheimtutímabil.
Næsta birting:
16.
febrúar 2021
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni