logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

30. nóvember

3. ársfjórðungur 2020

Á þriðja ársfjórðungi 2020 var 1,2 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 5,9 ma.kr. halla ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 33,9 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 20,4 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 13,5 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 1,1 ma.kr. halla. 

Viðskiptaafgangur var 71 ma.kr. minni en á sama ársfjórðungi árið 2019. Það skýrist aðallega af mun óhagstæðari þjónustuviðskiptum um sem nemur 87,9 ma.kr. Munar þar mest um umtalsvert minna verðmæti útfluttrar þjónustu eða sem nemur 133,5 ma.kr. Innflutt þjónusta minnkaði um 45,6 ma.kr. Vöruviðskipti voru hagstæðari um sem nemur 14 ma.kr. Það skýrist að mestu af 10,7 ma.kr. minni innflutningi en á sama tímabili á fyrra ári, en útflutningur var 3,3 ma.kr. meiri. Frumþáttatekjur voru 1,8 ma.kr. lakari og halli rekstrarframlaga minnkaði verulega eða um 4,7 ma.kr.


Næsta birting: 02. mars 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is