Gjaldeyrismál

SeðlabankinnGjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008. Áður en gjaldeyrishöft tóku gildi hafði Seðlabankinn birt tilmæli til bankanna um að takmarka sölu gjaldeyris við brýn vöru‐ og þjónustuviðskipti. Hinn 28. nóvember 2008 voru settar reglur um gjaldeyrismál, sem heimilaðar voru samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um gjaldeyrismál. Með setningu reglnanna var öllum höftum á gjaldeyrisviðskiptum vegna vöru og þjónustuviðskipta aflétt, en teknar upp strangari takmarkanir á fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast. Hinn 21. október 2016 var með lagabreytingu stigið veigamikið skref til losunar á takmörkunum á fjármagnsviðskipti. Samkvæmt lagabreytingunni kemur frekari losun til framkvæmda 1. janúar 2017.

Upplýsingar um gjaldeyrismál má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið gjaldeyrismal@sedlabanki.is eða hringja í síma 569-9600. Vinsamlegast athugið að hér er einungis átt við fyrirspurnir um gjaldeyrismál en beiðnir um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, verða að berast Seðlabanka Íslands bréflega ásamt gögnum er málið varða, sbr. 5. málsl. 1. mgr. 13. gr. o. laga nr. 87/1992.

Afnámsáætlun

Áform varðandi afnám gjaldeyrishafta og áætlanir um losun gjaldeyrishafta.

Arrow right Nánar

Undanþágur

Seðlabanka Íslands er heimilt að veita undanþágu frá banni á fjármagnshreyfingum samkvæmt umsókn þar að lútandi. Hér er hægt að nálgast eyðublað vegna umsóknar um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, ásamt upplýsingum um almenna framkvæmd sem mótast hefur við veitingu undanþága í tilteknum flokkum mála. Jafnframt má nálgast undanþágulista auk ferils og tölfræði undanþágubeiðna.

Arrow right Nánar

Spurt og svarað

Almennar upplýsingar og svör við algengustu spurningum um gjaldeyrismál, t.d. upplýsingar um fjárfestingar hér á landi og erlendis auk almennra upplýsinga sem varða helstu undanþágubeiðnir.

Arrow right Nánar

Lög, reglur og leiðbeiningar

Lög og reglur um gjaldeyrismál hafa verið endurskoðaðar nokkrum sinnum. Breytingarnar hafa einkum miðað að því að loka glufum í löggjöfinni. Hér má nálgast núgildandi lög og reglur um gjaldeyrismál, ásamt eldri lögum og reglum um gjaldeyrismál, auk viðeigandi efnis.

Arrow right Nánar