Gjaldeyrismál

Bygging Seðlabanka ÍslandsGjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008. Áður en gjaldeyrishöft tóku gildi hafði Seðlabankinn birt tilmæli til bankanna um að takmarka sölu gjaldeyris við brýn vöru‐ og þjónustuviðskipti. Hinn 28. nóvember 2008 voru settar reglur um gjaldeyrismál, sem heimilaðar voru samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um gjaldeyrismál. Með setningu reglnanna var öllum höftum á gjaldeyrisviðskiptum vegna vöru og þjónustuviðskipta aflétt, en teknar upp strangari takmarkanir á fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast. Hinn 21. október 2016 var með lagabreytingu stigið veigamikið skref til losunar á takmörkunum á fjármagnsviðskipti. Með lagabreytingunni kom frekari losun til framkvæmda 1. janúar 2017. Með reglubreytingu hinn 14. mars 2017 voru fjármagnshöft nánast að öllu leyti afnumin.

Fjármagnshöft

Almennar upplýsingar og svör við algengustu spurningum um gjaldeyrismál.

Nánar

Lög, reglur og leiðbeiningar

Lög og reglur um gjaldeyrismál hafa verið endurskoðaðar nokkrum sinnum. Hér má nálgast núgildandi lög og reglur um gjaldeyrismál, ásamt eldri lögum og reglum um gjaldeyrismál, auk viðeigandi efnis.

Nánar

Fjárstreymistæki

Almennar upplýsingar og svör við algengustu spurningum vegna reglna um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris.

Nánar

Aflandskrónur

Almennar upplýsingar og svör við algengustu spurningum um aflandskrónur.

Nánar