logo-for-printing

02. maí 2024

Könnun á væntingum markaðsaðila

Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila dagana 22. til 24. apríl sl. Leitað var til 36 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 29 aðilum og var svarhlutfallið því 81%.

Nánar
30. apríl 2024Arnór Sighvatsson

Arnór Sighvatsson settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sett Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika frá 1. maí 2024 og mun hann gegna stöðunni þar til skipað verður í embættið.

Nánar
29. apríl 2024

Árshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir fyrsta ársfjórðung

Árshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024 liggur nú fyrir. Það sýnir rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymisyfirlit fyrir tímabilið frá 1. janúar til 31. mars 2024 og er birt í samræmi við 38. grein laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019.

Nánar
26. apríl 2024Bygging Seðlabanka Íslands

Útlánakönnun Seðlabanka Íslands

Seðlabankinn framkvæmir ársfjórðungslega útlánakönnun á meðal viðskiptabankanna fjögurra. Spurt er um mat þeirra á þróun framboðs og eftirspurnar eftir lánsfé og auk þess hvaða þætti þeir telji að hafi haft ráðandi áhrif á framboð á síðustu þremur mánuðum. Einnig er spurt um væntingar viðskiptabankanna um horfur næstu sex mánuði. Könnunin var síðast framkvæmd 1. til 15. apríl sl. og eru niðurstöðurnar hér byggðar á meðaltali svara viðskiptabankanna.

Nánar
24. apríl 2024

Vorfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2024

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sótti vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 16. til 20. apríl 2024 í Washington, ásamt Björk Sigurgísladóttur, varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits, og öðrum fulltrúum Seðlabankans.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal