logo-for-printing

XML gögn

Í töflunni hér að neðan sést hvaða tímaraðir eru birtar á vef Seðlabanka Íslands á XML formi (einnig hægt að sækja sem CSV skjöl). Hægt er að sjá dæmi um XML gögn með því að smella á Skoða í Gögn dálkinum. Hægt er að fá lista yfir hvaða tímaraðir eru í hvaða hópi (e. GroupID) með því að smella á Skoða í dálkinum Tímaraðir. Birt er tafla sem sýnir m.a. númer (e. TimeSeriesID) og tíðni fyrir stakar tímaraðir. Númer stakrar tímaraðar er hægt er að nota til að sækja XML gögn fyrir einungis þá tímaröð.

Heiti

Númer(e.GroupID)

Tímaraðir

Gögn

Vextir Seðlabankans 1 Skoða Skoða
Dráttarvextir 2 Skoða Skoða
Vísitala neysluverðs 3 Skoða Skoða
Vextir á millibankamarkaði með krónur 4 Skoða Skoða
Skráð miðgengi SÍ 7 Skoða Skoða
Velta á gjaldeyrismarkaði 8 Skoða Skoða
Opinbert viðmiðunargengi SÍ 9 Skoða Skoða
Gengisvísitölur SÍ 10 Skoða Skoða

 

Möguleg gildi fyrir tíðni tímaraðar eru:

Tíðni Lýsing
W
Vikuleg
A
Árleg
D
Dagleg
Q
Ársfjórðungsleg
M
Mánaðarleg

 

Hægt er að nálgast efni í gegnum færibreytur inn í vefslóðina og eru breyturnar sem er að finna í töflunni hér að neðan í boði.

Breytur Lýsing Dæmi

DagsFra

Frá hvaða degi á að leita, skal vera á sniðinu:YYYY-MM-DD

Til að fá nýjasta gildi er hægt að nota gildið LATEST

Til að fá gildi dagsins í dag er hægt að nota gildið TODAY

DagsFra=2006-12-01

DagsFra=LATEST

DagsFra=TODAY

DagsTil

Til hvaða dags á að leita, skal vera á sniðinu: YYYY-MM-DD eða YYYY-MM-DDThh:mm:ss Ef DagsTil er ekki höfð í slóðinni er DagsTil sjálfkrafa stillt á Today.

DagsTil=2007-01-20
DagsTil=2014-06-20T23:59:59

GroupID

Ef leita á eftir tímaröðum í ákveðnum hóp er þessi breyta notuð. Inniheldur númer hóps sem leita á að. Sjá gildi í töflu hér fyrir ofan. Ef þetta er notað skal ekki nota TimeSeriesID.

GroupID=1

TimeSeriesID

Ef leita á eftir stakri tímaröð er þessi breyta notuð. Inniheldur númer tímaraðar sem leita á að. Sjá gildi í töflu hér fyrir ofan sem er birt þegar smellt er á Skoða í Tímaraðir dálkinum. Ef þetta er notað skal ekki nota GroupID.

TimeSeriesID=3

Type

Getur verið annað hvort "xml" eða "csv" og segir þar með til um hvort niðurstöðum á að skila sem xml eða csv.

Type=xml

Type=csv

Dæmi um kall til að fá upplýsingar um opinbert viðmiðunargengi bankans (GroupID=9) á XML formi: 

http://www.sedlabanki.is/xmltimeseries/Default.aspx?DagsFra=2014-06-23&DagsTil=2014-06-23T23:59:59&GroupID=9&Type=xml

Dæmi um kall til að fá upplýsingar um staka tímaröð, í þessu tilfelli skráð miðgengi Evru (TimeSeriesID=4064), á XML formi:

http://www.sedlabanki.is/xmltimeseries/Default.aspx?DagsFra=2014-06-23&DagsTil=2014-06-23T23:59:59&TimeSeriesID=4064&Type=xml