logo-for-printing

Efnahagsspá

Framsýn peningastefna er grundvöllur fyrir því að Seðlabankinn nái markmiði sínu um stöðugt verðlag. Til þess að peningastefnan sé framsýn og geti brugðist við atburðum sem eru líklegir til að eiga sér stað í náinni framtíð þarf Seðlabankinn að geta metið efnahagshorfur til skamms og langs tíma, auk helstu óvissu- og áhættuþátta sem gætu haft áhrif á þá þróun. Í því skyni gerir Seðlabankinn þjóðhags- og verðbólguspár fjórum sinnum á ári til þriggja ára í senn. Þær byggjast á ítarlegri greiningu á stöðu þjóðarbúsins og efnahagshorfum hverju sinni og eru birtar í ritinu Peningamálum.

 

Sýna allt