Hagtölur

Hagtölusíða Seðlabankans er vettvangur fyrir útgáfur hans á tölfræðilegum upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Hagtölurnar eru birtar eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi. Hagtölurnar eru aðgengilegar í Excel-töflum þar sem notendur geta valið að sækja hagtölurnar í heild eða að hluta. Ítarleg lýsigögn eru aðgengileg notendum á undirsíðum viðkomandi hagtalna.

Ábendingum og fyrirspurnum varðandi efni hagtalnanna má koma á framfæri með því að senda tölvupóst eða hringja í síma 569 9600 í upplýsingatækni og gagnasöfnun Seðlabanka Íslands.

Öllum er frjálst að nota efni úr Hagtölum Seðlabankans en eru beðnir að geta heimildar.

Talnaefni

Seðlabankinn annast skipulega öflun, skráningu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna um innlendan lánamarkað, greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Vinnsla hagtalnanna er grundvölluð á lögum um Seðlabanka Íslands. Hagtölurnar eru sambærilegar við erlendar hagtölur en við vinnslu hagtalnanna er fylgt alþjóðlegum stöðlum um hagskýrslugerð frá erlendum stofnunum.

Nánar

Aðferðafræði

Hagtölur Seðlabankans eru unnar eftir alþjóðlegri aðferðafræði þar sem hún er fyrir hendi. Alþjóðastofnanir, s.s. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Sameinuðu þjóðirnar, Efnahags- og framfarastofnunin og Hagstofa Evrópusambandsins hafa gefið út aðferðafræðistaðla fyrir hagtölur. Lögð er áhersla á að samræma hugtakanotkun og flokkunarkerfi alþjóðlegra staðla til að auka samanburðarhæfni hagtalna.

Nánar

Birtingaráætlun

Birting hagtalna er kl. 09:00 á fyrirfram ákveðnum dagsetningum. Birtingaráætlun er gerð árlega, tólf mánuði fram í tímann.

Taflan er sett fram með þeim hætti að birtingum hagtalna er raðað eftir dagsetningum. Einnig er mögulegt að velja einstaka hagtölur og sjá birtingaráætlun þeirra.

Nánar

Fyrir skilaaðila

Hægt er að nálgast ýmis eyðublöð og leiðbeiningar fyrir skilaaðila Seðlabankans.

Nánar