logo-for-printing

22. júlí 2022

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Rapyd Financial Network (2016) Ltd hæft til að fara með virkan eignarhlut í Valitor hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 30. júní 2022 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Rapyd Financial Network (2016) Ltd. væri hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í Valitor hf. eða sem nemur svo stórum hluta að félagið verði talið dótturfélag þess, skv. VI. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu.

Þá komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ariel Shtilman, framkvæmdastjóri Rapyd væri hæfur til að fara með yfir 50% óbeinan virkan eignarhlut í Valitor hf. Auk þess komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að General Catalyst Group Management, LLC væri hæft til að fara með allt að 20% óbeinan virkan eignarhlut í Valitor hf. og að Target Global Early Stage Fund I LP, Target Global Early Stage I Parallel Fund Gmbh & Co. Kg, Target Global Early Stage I Parallel Executive Fund Gmbh & Co. Kg, Target Global Selected Opportunities, LLC Series Fluorine 1, Target Global Selected Opportunities, LLC Series Fluorine 2, Target Global Selected Opportunities, LLC Series Fluorine 3, Target Global Selected Opportunities, LLC Series Fluorine 4, Target Global Selected Opportunities, LLC Series Fluorine 6, Target Hero Ltd. og Target Global BSP LP, sem starfa undir merkinu Target Global, væru hæf til að fara saman með allt að 20% óbeinan virkan eignarhlut í Valitor hf.
Til baka