24.02.2017Undanþágur vegna afleiðuviðskipta til áhættuvarna

Undanþágur vegna afleiðuviðskipta til áhættuvarna

Seðlabanki Íslands telur nú forsendur til að veita tilteknar undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, gegn umsókn þar að lútandi vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. Breyting þessi á framkvæmd markar áfanga í átt að fullri losun fjármagnshafta. Nánar tiltekið er um að ræða undanþágur sem geta dregið úr gjaldeyrisáhættu tengdri beinni fjárfestingu innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi. Jafnframt er fyrirtækjum gert kleift að leiðrétta gjaldeyrisójöfnuð á efnahagsreikningi sínum. Markmiðið með breytingunni er að meta nauðsyn og vilja fyrirtækja til áhættuvarna á næstu misserum og undirbúa fulla losun fjármagnshafta. Undanþágur þessar eru sömuleiðis til þess fallnar að draga úr áhættu fyrirtækja í rekstri og hafa jákvæð áhrif á kjör og lánshæfi þeirra. Ekki verða að sinni veittar undanþágur vegna afleiðuviðskipta til spákaupmennsku. Þess háttar viðskipti eru aftar í forgangsröðinni við losun fjármagnshafta.

Arrow right Nánar
24.02.2017Ný greiðslukerfi

Ný greiðslukerfi

Seðlabanki Íslands undirritaði í gær samning við ítalska hugbúnaðarframleiðandann SIA um kaup og innleiðingu á nýjum hugbúnaði fyrir millibankagreiðslur á Íslandi. Nýr búnaður mun leysa af hólmi núverandi stórgreiðslu- og jöfnunarkerfi sem verið hafa í rekstri frá 2001.

Arrow right Nánar
22.02.2017Fundargerð peningastefnunefndar

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 6. og 7. febrúar 2017, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 8. febrúar og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Arrow right Nánar
22.02.2017Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd í dag

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd í dag

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands funda í dag með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og peningastefnunefndarmaður mæta á fundinn. Fundurinn verður sendur út á vef Alþingis.

Arrow right Nánar
21.02.2017Erindi aðalhagfræðings um stöðu efnahagsmála og peningastefnuna

Erindi aðalhagfræðings um stöðu efnahagsmála og peningastefnuna

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag fyrirlestur í Rótarýklúbbi Kópavogs um stöðu efnahagsmála og penignastefnuna. Í fyrirlestrinum fór Þórarinn yfir þróun efnahagsmála hér á landi á undanförnum árum og greindi frá þeim árangri sem náðst hefði í stjórn peningamála. Þá fjallaði Þórarinn um þær breytingar sem orðið hefðu á ramma peningastefnunnar og viðhorf í þeim efnum.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's