23.03.2017Upplýsingar um fyrirhuguð kaup Seðlabankans á aflandskrónum

Upplýsingar um fyrirhuguð kaup Seðlabankans á aflandskrónum

Þegar tilkynnt var um samning Seðlabanka Íslands við aflandskrónueigendur 12. mars sl. var jafnframt tilkynnt að aflandskrónueigendum sem ekki hefðu gert samkomulag við bankann yrði boðið að gera sams konar samninga. Unnið er að undirbúningi viðskipta við aðra aflandskrónueigendur og verða nánari upplýsingar birtar á næstu dögum. Að gefnu tilefni skal tekið fram að frestur til að ganga að tilboði Seðlabankans telst ekki hefjast fyrr en nánari upplýsingar um fyrirkomulag viðskiptanna hafa verið birtar.

Arrow right Nánar
23.03.2017Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 03/2017

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 03/2017

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabanka Íslands nr. 02/2017 dags 16. febrúar sl. þar sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda meginvöxtum, áður nefndir stýrivextir, óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun sína dags 15. mars sl.

Arrow right Nánar
20.03.2017Fitch: Ísland losar fjármagnshöft samhliða batnandi ytri stöðu

Fitch: Ísland losar fjármagnshöft samhliða batnandi ytri stöðu

Afnám fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki á Íslandi endurspeglar aukinn viðnámsþrótt og sterka vörn í formi gjaldeyrisforða sem minnkar hættu á þrýstingi á greiðslujöfnuð og gengi gjaldmiðilsins samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. Mat fyrirtækisins, sem gefið var út í dag, tekur enn tillit til áhættu er varðar þjóðhagslegt ójafnvægi.

Arrow right Nánar
17.03.2017Matsfyrirtækið Standard og Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands

Matsfyrirtækið Standard og Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“ í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Horfur eru stöðugar. Í samantekt segir m.a. að nýlegt afnám á nánast öllum fjármagnshöftum og gerð samninga við eigendur aflandskróna styrki erlenda stöðu landsins. Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun S&P að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum.

Arrow right Nánar
17.03.2017Tilkynning frá Moody‘s um jákvæð áhrif af afnámi fjármagnshafta

Tilkynning frá Moody‘s um jákvæð áhrif af afnámi fjármagnshafta

Matsfyrirtækið Moody‘s birti í dag frétt um að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans. Þar segir meðal annars að eftir að Seðlabankinn hafi náð samkomulagi um síðustu helgi um kaup á verulegum hluta aflandskrónueigna hafi verið unnt að losa höftin.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's