logo-for-printing

29. maí 2020

Viðskiptaafgangur 11,4 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi

Bygging Seðlabanka Íslands

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 var 11,4 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 50,9 ma.kr. afgang ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 18,6 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 24 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 14,2 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 8,3 ma.kr. halla. Hrein staða við útlönd var jákvæð um 692 ma.kr. eða 23,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 64 ma.kr. eða 2,2% af VLF á fjórðungnum.

Sjá hér frétt nr. 17/2020  í  heild með talnaefni: Viðskiptaafgangur var 11,3 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2020 - hrein staða við útlönd jákvæð um 692 ma.kr. (pdf-skjal).

Til baka