logo-for-printing

21. júní 2021

Brot Íslandsbanka hf. á fjárfestingarheimildum vörsluaðila lífeyrissparnaðar

Bygging Seðlabanka Íslands
Í desember 2020 barst Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands tilkynning frá Íslandsbanka hf. um brot á heimildum fjárfestingarleiðar vegna séreignarsparnaðar. Í tilkynningunni kom fram að eign umræddrar fjárfestingarleiðar í verðbréfasjóði (UCITS) hafi farið yfir 20% lögmælt hámark af heildareignum fjárfestingarleiðarinnar, sbr. 3. mgr. 39. gr. b. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1.-10. desember 2020.

Sjá nánar: Brot Íslandsbanka hf. á fjárfestingarheimildum vörsluaðila lífeyrissparnaðar
Til baka